top of page

VEL HEPPNAÐ KÓTILETTUKVÖLD


KÓTILETTUKVÖLD SAMHJÁLPAR VAR HALDIÐ Í 11. SINN SÍÐASTLIÐIÐ FIMMTUDAGSKVÖLD Í NÝUPPGERÐUM SÚLNASAL HÓTEL SÖGU.


SKEMMTIATRIÐIN EKKI AF VERRI ENDANUM Kvöldið heppnaðist í alla staði einstaklega vel og skemmtu gestir sér konunglega. Fjölmargir skemmtikraftar stigu á svið, svo sem Bjarni Arason, Pálmi Gunnarsson og Rúnar Þór. Samhjálparbandið, með þá Hjalta Gunnlaugsson gítarleikara og Stefán Birkisson píanólekiara í farabroddi, lék undir með öllum listamönnunum og tókst frábærlega vel. Heiðursgestur var forseti Íslands, Herra Guðni Th. Jóhannesson, og veislustjóri var Gísli Einarsson fréttamaður hjá RÚV. Samhjálp er sérstaklega þákklát öllum þeim styrktaraðilum og velunnurum sem aðstoðuðu við að hafa kvöldið sem glæsilegast og fær hótelstjórinn, Ingibjörg Ólafsdóttir, kokkar, þjónar og annað starfsfólk Hótel Sögu sérstakar þakkir. Þá færum við öllu starfsfólki og skjólstæðingum Samhjálpar kærar þakkir. Það var mikill heiður fyrir okkur í Samhjálp að fá að vígja glæsilegan Súlnasalinn eftir miklar og velheppnaðar breytingar.MIKLAR FRAMKVÆMDIR Gaman er að segja frá því að þegar starfsfólk Samhjálpar kom til að undirbúa kvöldið var ekki hægt að sjá að þar yrði hægt að halda glæsilega veislu örfáum klukkustundum síðar, þar sem framkvæmdirnar voru enn í fullum gangi. En þeir iðnaðarmenn sem voru að störfum og framúrskarandi starfsfólk Hótel Sögu lyftu greittistaki og þegar klukkan sló hálf sjö var hvorki kusk á gólfum né fingrafar á glasi. Þegar eru miðapantanir byrjaðar að streyma inn vegna Kótilettukvöldsins 2018 og borgar sig að vera tímalega því færri komust að en vildu þetta árið. Hægt er að senda póst á samhjalp@samhjalp.is

Comments


bottom of page