top of page

VELHEPPNAÐ KÓTILETTUKVÖLD 2016


KÓTILETTUKVÖLDIÐ VAR HALDIÐ Í SÚLNASAL HÓTEL SÖGU 6. OKT. OG TÓKST FRÁBÆRLEGA VEL.300 manns mættu og gæddu sér á ljúffengum kótilettum Fjáröflunar- og skemmtikvöld Samhjálpar tókst með ágætum. Bjarni snæðingur sá um að undirbúa kótiletturnar og kokkar hótelsins sáu um matreiðsluna. Þjónar frá Hótel Sögu ásamt velunnurum Samhjálpar þjónuðu til borðs. Forseti Íslands Hr. Guðni Th. Jóhannesson var heiðursgestur kvöldsins og veislustjóri var Guðni Ágústsson. Fram komu Gréta Salóme, Bjartmar Guðlaugsson, Glowie, Rúnar Þór ásamt Samhjálparbandinu. Samhjálp þakkar hótelstjóra, Ingibjörgu Ólafsdóttur ásamt stjórn hótelsins fyrir þeirra framlag. Samhjálp þakkar öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum til að gera kvöldið eins ánægjulegt og það varð kærar þakkir.

Commenti


bottom of page