top of page

Vesen og vergangur styrkir Samhjálp



Þann 28. desember síðastliðinn lögðu 39 manns upp í göngu á vegum Vesenis og vergangs og gengu gömlu bæjarleiðina milli Óttarsstaða og Lónakots. Þaðan var haldið út vegslóða og selsstíg að alfaraleiðinni gömlu út á Reykjanes og henni síðan fylgt til baka að Straumi. Það greindi hins vegar þessa göngu frá öðrum ferðum Vesenis og vergangs var að í stað þess að borga ferðina styrkti göngufólkið Samhjálp.

Þetta þótti okkur hér frábært framtak og ánægjulegt að heyra að þau hafi hugsað til okkar. Í ferðinni skoðuðu þau Óttarsstaði, Lónakot, Þorbjarnarstaði og Straum. Sáu fjárborgina Kristrúnarborg og það sem eftir er af listaverkinu Slunkaríki í Smalaskálakeri fyrir svo utan að njóta náttúrunnar á þennan fallega vetrardag. Þessi ferð var hluti af þjóðleiðaprógrammi Vesens og vergangs en á nýju ári verða skoðaðar og farnar nýjar þjóðleiðir. Þeir sem hafa áhuga geta skoðað dagskrá ársins 2025 inn á heimsíðunni: https://vesenogvergangur.is/



 

Commentaires


bottom of page