top of page

Við söknum vinar



Skarð hefur verið höggvið í samheldin hóp Samhjálparfólks. Guðlaugur Helgi Valsson lést þann 1. nóvember síðastliðinn og við erum strax farin að sakna hans. Gulli Helgi varð ævinlega lífið og sálin í þeim mannamótum sem hann sótti. Hann var glaðlyndur og skemmtilegur og óhjákvæmilegt að taka eftir honum hvar sem hann fór. Hann var ævinlega virkur á samkomum Samhjálpar og sá m.a. um hljóðstjórn. Hann var einnig  boðinn og búinn að hjálpa hvar sem þörf var á og á Kótilettukvöldum Samhjálpar greip hann í margvísleg störf en var umfram allt til staðar.

Útför hans fer fram í Fíladelfíu föstudaginn 15. nóvember næstkomandi kl. 13. Hann var meðlimur í Fríkirkjunni Veginum og útförin verður í umsjón þeirra.



 

コメント


bottom of page