
Starfsfólk Samhjálpar tók þátt í Mannauðsdeginum í Hörpu 4. október síðastliðinn. Að þessu sinni kynntum við þá nýjung að hægt er að panta kynningu á starfsemi samtakanna inn á vinnustaði. Með þessu viljum við efla vitund almennings um starf Samhjálpar, leggja okkar að mörkum til að efla samfélagsleg tengsl og skapa vitundarvakningu um stöðu jaðarsettra hópa. Undanfarið hefur skapast mikil umræða samfélagslega ábyrgð og hvernig við getum öll tekið höndum saman til að koma í veg fyrir alvarleg áföll. Góðgerðarfélög á borð við Samhjálp gegna lykilhlutverki í að standa vörð um réttindi minnihlutahópa og mæta fólki í neyð með kærleika og virðingu.
Í slíkum kynningum er farið yfir:
Sögu, verkefni og þá þjónustu sen Samhjálp býður upp á
Vitnisburði frá einstaklingum sem hafa notið góðs af starfseminni
Tækifæri fyrir fyrirtækið þitt og starfsmenn til að taka þátt og hjálpa t.d. með sjálfboðaliðastarfi, styrkjum og samstarfsverkefnum
Í lokin gefst tækifæri fyrir spurningar og umræður
Markmið kynningarinnar er að:
Veita þínu starfsfólki innblástur
Ýta undir samfélagslega ábyrgð
Auka þátttöku starfsfólks
Styrkja samfélagstengsl
Hvernig er hægt að panta?
Auðvelt er að bóka kynningu hjá Samhjálp. Hafðu einfaldlega samband við verkefnastjóra fjáröflunar með því að senda póst á: sandra@samhjalp.is eða hringdu í síma 561-1000 til að skipuleggja tíma sem hentar teyminu þínu best.
Frekari upplýsingar er einnig að finna á heimasíðunni undir: https://www.samhjalp.is/kynningar
Comments