top of page

Vistvænar byggingar bæta heilsu

„Það er hlutverk okkar innanhússarkitekta og innanhússhönnuða að búa til mismunandi stemningu innanhúss hverju sinni en minnka á sama tíma umhverfis- og heilsuspillandi áhrif.“

Skipuleggur vinnuaðstöðuna að morgni Getur óreiða eða slæmt skipulag rýma haft áhrif á fólk? „Já, ég hugsa að það séu allir sammála því að of mikið af dóti og hlutum sem eiga sér kannski engan stað getur skapað óeirð í hugum fólks sem notar rýmið. Ég vinn til dæmis betur ef ég er ekki með skrifborðið hjá mér í mikilli óreiðu, þannig að ég byrja alltaf daginn á að skipuleggja vinnuaðstöðuna. Það sama á við um heimili fólks; ef þau eru illa skipulögð og hlutir eiga sér engan stað byrjar maður oft að færa hluti á milli staða,“ segir hún. Hverju myndir þú mæla með að fólk hafi í huga þegar það innréttar, vilji það ýta undir andlega vellíðan? „Ég mæli með að leita til fagaðila þegar fólk innréttar heimili sín eða vinnurými. Húsnæði er oft stærsta fjárfesting fólks á ævinni og það getur margborgað sig að fá aðstoð við að útfæra heimili og vinnustaði til að ná fram því sem það vill og á sama tíma huga að umhverfis- og heilsufarslegum þáttum þegar kemur að efnisvali og hönnun. Þá komum við aftur að birtumagni, loftgæðum, hljóðvist, vistvænu efnisvali og svo framvegis. Það er til dæmis hægt að nota gagnabanka vistvænna byggingarvara www.vistbok.is til þess að finna vörur sem eru með umhverfisvottun eða eru ekki eins heilsuspillandi og önnur, en ég er annar stofnenda þessa verkefnis og hef verið að þróa síðan 2019. Markmiðið er að koma öllum umhverfisvænni byggingarvörum á einn stað fyrir bæði almenning og fagaðila,“ segir Svala að lokum. Mynd: Þórkatla Sif Albertsdóttir

コメント


bottom of page