top of page

Áfangaheimili

Samhjálp rekur áfangaheimili í Reykjavík og  Kópavogi.

Áfanga- og stuðningsheimilið M18

Stuðningsheimili fyrir karlmenn

Áfanga- og stuðningsheimilið að Miklubraut 18 er rekið í samvinnu við Félagsþjónustuna í Reykjavík og er heimili fyrir heimilislausa Reykvíkinga. Áfangaheimilið M18 samanstendur af sjö rúmgóðum einstaklingsherbergjum og einni einstaklingsíbúð og hýsir því átta karlmenn á hverjum tíma.

Heimilismenn matast í sameiginlegu rými og funda reglulega með verkefnastjóra heimilisins. Íbúar eiga auk þess í reglulegum samskiptum við félagsráðagjafa hjá Reykjavíkurborg og fá einstaklingsviðtöl með reglubundnum hætti.

Markmiðið með heimilinu er að styðja og valdefla íbúana til lífs án vímuefna.

Áfanga- og stuðningsheimilið D27

Stuðningsheimili fyrir karlmenn

Að Dalbrekku 27 (Nýbýlavegi 30) í Kópavogi er rekið áfanga- og stuðningsheimilið D27 fyrir velferðarsvið Kópavogs.

Þar eru átta rúmgóð einstaklingsherbergi en önnur aðstaða er sameiginleg. Heimilismenn eru í virku sambandi við félagsráðgjafa á vegum Kópavogsbæjar. Stuðningurinn felst einnig í reglubundnum fundum íbúa með verkefnisstjóra og starfsfólki heimilisins auk einstaklingsviðtala.

Markmiðið með heimilinu er að styðja og valdefla íbúana til lífs án vímuefna og til að verða virkir þátttakendur í samfélaginu.

bottom of page