top of page

Hlaðgerðarkot meðferðarheimili

Meðferðarstefna
Meðferðarstefna Hlaðgerðarkots lítur til þess að áfengis-og vímuefnaröskun sé byggð á samfélagslegum, félagslegum, sálfélagslegum og læknisfræðilegum þáttum. Í Hlaðgerðarkoti er lögð áhersla á að greina og vinna með sálfélagslega, félagslega og samfélagslega þætti. Unnið er með æsku og uppeldi einstaklinga, áföll, félagsleg og andleg vandamál.
Meðferðarstarf í Hlaðgerðarkoti byggir á hugmyndum 12 spora kerfisins auk þess sem áhersla er lögð á þverfaglega og einstaklingsmiðaða nálgun til þess að auka líkur á að skjólstæðingar fái bata frá vímuefnafíkn og geti lifað án vímuefna. Fræðsla, fyrirlestrar, hópastarf og einstaklingsviðtöl miðast öll við hjálp til sjálfshjálpar til að efla einstaklinginn og auka þekkingu hans á þeim vanda sem vímuefnafíkn er. Hluti af því er vinna með mikilvæga þætti svo sem samskipti, sjálfsmynd, lífsleikni og ábyrgð. Í meðferðarstarfinu er mikil áhersla lögð á sjálfsvinnu og þátttöku hvers eins

Afeitrun/niðurtröppun
Í Hlaðgerðarkoti er ekki boðið upp á afeitrun/niðurtröppun. Þeir sem þurfa á slíkri þjónustu að halda, er bent á Landspítalann, deild 33a eða sjúkrahúsið Vog.

Sendingar
Tekið er á móti sendingum til vistmanna í Hlaðgerðarkoti á skrifstofu Samhjálpar í Skútuvogi 1g, 104 Reykjavík. Opin milli kl. 10-15. Kynnið ykkur reglur um innihald sendinga áður en komið er með sendinguna. Hægt er að hringja í aðalnúmer Samhjálpar í síma 561-1000 til að fá nánari upplýsingar um hvað má senda. Almennt er farið með sendingar á mánudögum og miðvikudögum klukkan 12:00 frá skrifstofu.

 

Hlaðgerðarkot í Mosfellsdal er elsta starfandi meðferðarheimili landsins. Í Hlaðgerðarkoti er unnið með einstaklinga sem eiga við fíknivanda að stríða. Þar starfar þverfaglegt teymi, læknis, hjúkrunarfræðings, félagsráðgjafa og áfengis- og fíkniráðgjafa ásamt því sem umsjónarmenn eru við störf allan sólahringinn og eru til stuðnings þeim sem eru í meðferð. Í Hlaðgerðarkoti er lögð áhersla á heimilislegt og hlýlegt viðmót og er virðing fyrir einstaklingnum höfð að leiðarljósi. Meðferðarformið í Hlaðgerðarkoti er langtíma inniliggjandi meðferð í 12 vikur og eftir atvikum lengur.

 

Umsókn og ítrekun um meðferð í Hlaðgerðarkoti er rafræn og hægt að nálgast hér, eða í stikunni að ofan undir "Umsóknir". Fagaðilum sem sækja um meðferð fyrir hönd skjólstæðinga er bent á að hægt er að sækja um rafrænt  hér  á sérstöku eyðublaði fyrir fagaðila. 

Sími 561-1050 virka daga frá klukkan 10-16

Sími 831-1400 eftir klukkan 16 virka daga í neyðartilfellum

bottom of page