
Kaffistofan
Kaffistofa Samhjálpar skiptist í tvo þjónustuhluta:
1. Eldhúsið - Lyngháls 3 - Beinn sími 8548307
Vörumóttaka, Tekið er við matargjöfum alla virka daga frá kl 08-14.
2. Matsalur - Hátún 2 (Fíladelfía kirkjan)
Matsalurinn er tímabundið til húsa hjá Fíladelflíu kirkjunni
Opið alla daga ársins frá kl. 10-14 - Beinn sími 8559936
Starfsemi Kaffistofunnar er ætluð þeim sem eru í neyð og hafa ekki tök á að sjá sér fyrir mat sjálfir. Athugið að Kaffistofa Samhjálpar er eingöngu fyrir þá sem náð hafa 18 ára aldri og ekki viðeigandi að börn komi hingað inn. Í Kaffistofu Samhjálpar sækir meðal annars fólk sem neytir áfengis- og fíkniefna auk fólks sem glímir við andleg og líkamleg veikindi af ýmsum toga.
Á Kaffistofu Samhjálpar er alltaf heitt á könnunni. Gestum býðst morgunkaffi ásamt meðlæti strax við opnun. Heit máltíð er framreidd um hádegisbilið og er heitur matur á boðstólum fram að lokun.
Á hátíðis- og tyllidögum er hátíðarmatur í boði á Kaffistofu Samhjálpar.
Um og yfir 100 þúsund máltíðir eru gefnar á Kaffistofunni á hverju ári.
Kaffistofa Samhjálpar var opnuð árið 1981 en hafði þá bækistöðvar við Hverfisgötu í Reykjavík. Seinna fluttist Kaffistofan í Borgartúnið þar sem hún hefur verið um árabil eða til október 2025. Tímabundið fengum við inn í Hátúni 2, á neðri hæð Fíladelfíu kirkju þar til hún flytur svo á Grensásveg 46 í desember 2025
Það er sífelld aðsókn á Kaffistofu Samhjálpar og margir sem þurfa á hjálp að halda. Aðsóknin hefur aukist og þörfin sjaldan verið meiri.
Til okkar leitar umkomulaust og fátækt fólk, ýmist vegna andlegra eða líkamlegra veikinda eða félagslegrar einangrunar. Öll eiga þau það sameiginlegt að búa við fjárhagslegar áskoranir ásamt því sem margir upplifa félagslega útskúfun.
Það er okkur hjá Samhjálp mikill heiður að geta gefið gestum Kaffistofunnar að borða á hverjum degi – allan ársins hring. Þetta getum við gert með hjálp fjölda einstaklinga og fyrirtækja sem styrkja starfið í hverjum mánuði með fjárframlagi og matargjöfum. Fyrir þetta erum við afar þakklát. Kaffistofan hlýtur auk þess árlegan styrk frá Reykjavíkurborg.
