Samhjálp með lægra tilboð
Þriðjudaginn 26. september voru opnuð tilboð í rekstur áfangaheimilis að Nýbýlavegi 30 í Kópavogi. Tvö tilboð bárust og var tilboð Samhjálpar lægra.
Tíu einstaklingar munu gista í nýja áfangaheimilinu og verður það kynjaskipt. Bráðlega mun verða auglýst eftir starfsfólki. Nú bíðum við eftir að boðað verði til fundar við bæjarráð Kópavogs til að undirrita samningana.
top of page
bottom of page
Comments