Fréttir af Samhjálp

Miðvikudaginn 7. október sl. heimsótti bæjarstjóri Mosfellsbæjar, Haraldur Sverrisson, og fimm fulltrúar úr bæjarstjórninni, meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot. Heimsóknin byrjaði með morgunverði sem Bjarni Snæðingur framreiddi af snild sinni. Framkvæmdastjóri Samhjálpar, Vörður Leví, tók á móti gestunum.  Guðrún M. Einarsdóttir dagskrárgerðarstjóri í Hlaðgerðarkoti sagði frá starfseminni sem á sér 43ja ára sögu og svaraði spurningum bæjarfulltrúanna. Vörður kynnti fyrir þeim fyrirhugaðar byggingafræmkvæmdir og endurbyggingu í Hlaðgerðarkoti, en hluti af bygginganna er kominn vel til ára sinna, Laugardagskvöldið 21. nóvember nk. mun Samhjálp standa fyrir landssöfnun á Stöð2 í opinni dagskrá í samvinnu við 365 miðla. baejarstj.mos2Á myndinni eru Haraldur Sverrisson bæjarstjóri, Bryndís Haraldsdóttir formaður bæjarráðs og formaður skipulagsnefndar, Kolbrún G Þorsteinsdóttir, Bjarki Bjarnason, Theódór Kristjánsson og Sigrún H. Pálsdóttir.  Starfsmenn Samhjálpar eru Guðmundur G. Sigurbergsson fjármálastjóri, Guðrún M. Einarsdóttir dagskrárgerðarstjóri Hlk. Anna Maria McCrann verkefnastjóri fjáröflunar og Vörður Leví Traustason framkvæmdastjóri.

Kótilettukvöld Samhjálpar sem verður haldið fimmtudaginn 8. október í Félagsheimili Seltjarnarness hefur fengið gríðarlega góð viðbrögð. Viku fyrir sjálft kvöldið eru allir 250 miðarnir uppseldir og greinilegt að við þurfum að fá enn stærri sal fyrir Kótilettukvöldið 2016. 

uppsk. maraÞriðjudaginn 29. sept. sl. stóð Íslandsbanki fyrir uppskeruhátíð Reykjavíkurmaraþons 2015.  Undirritaður þakkar öllum þeim sem lögðu sitt af mörkum til stuðnings Samhjálpar, bærði hlaupurum og öllum þeim sem hétu á hlauparana svo og hvatningarliðinu.  Það sem safnaðist fyrir Samhjálp var kr. 155.070. Enn og aftur, kærar þakkir. Vörður Leví Traustason framkvæmdastjóri.

Þriðjudaginn 29. sept. verður skrifstofa Samhjálpar lokuð frá 10 til 13.

Vörður Leví Traustason

framkvæmdastjóri

hamrahliaskoli kaffistofan 3 copy Fimmtudaginn 24. september sl. komu félagsfræðinemar frá Menntaskólanum við Hamrahlíð á Kaffistofu Samhjálpar. Tilgangur verkefnisins var að heimsækja einhverja stofnun og sjá tilgang hennar í samfélaginu og áhrifin sem hún hefur á samfélagið. Að þessu sinni varð Kaffistofa Samhjálpar fyrir valinu.

Nöfn nemendanna talið frá vinstri: Hrafnkell, Sveinn, Bjarni Snæðingur yfirmaður Kaffistofunnar, Ingunn, Bjartur og Viktoría. Á myndina vantar Óðinn en hann var veikur og gat því ekki mætt.

Samhjálp þakkar þessum flottu nemendum fyrir komuna og þjónustu þeirra á Kaffistofunni þennan dag.

Fleiri greinar...

Síða 1 af 25

<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Afgreiðslutími

Skrifstofan að Hlíðasmára 14,3h. 201 Kópavogi er opin alla virka daga frá 10:00 til 15:00.

Markaður Samhjálpar í Ármúla 11, 105 Reykjavík er opinn alla virka daga frá 11 til 18. Sími 842 2030

Söfnunarsímar

908 5001 til að gefa 1.000 kr.

908 5002 til að gefa 2.000 kr.

908 5003 til að gefa 3.000 kr.

Bankaupplýsingar

Reikningsnr: 0322-26-040040

Kennitala: 551173-0389

Hafi styrkveitandi í huga ákveðna starfsemi Samhjálpar skal það tilgreint í skýringu.

Söfnunarreikningur ,,Samhjálp byggir upp í Hlaðgerðarkoti"

Reikningsnr. 0322-26-58000

Kennitala: 551173-0389


 

 

Samhjálp | Hlíðarsmára 14, 3.h | 201 Kópavogi | Sími: 561 1000 | Netfang: samhjalp@samhjalp.is
© Samhjálp - Allur réttur áskilinn