Fréttir af Samhjálp

Samhjálp boðar til aðalfundar félagsins. Miðvikudaginn 30.apríl klukkan 19.30

Fundurinn verður haldinn í sal Samhjálpar - Háborg að Stangarhyl 3A

Dagskrá fundarins verður:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Lögmæti fundarins kannað

3. Starfsskýrsla undanfarins árs

4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar

5. Starfs og fjárhagsáætlun næsta árs

6. Breytingar á lögum ef fyrirliggja, 

7. Kjör tveggja stjórnarmanna skv 5.gr þegar það á við

8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og eins til vara

9. Önnur mál

Rett til setu á aðalfundi hafa meðlimir Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, starfsmenn Samhjálpar og allir sem áhuga hafa á málefnum Samhjálpar.

Með bestu óskum og von um að sjá sem flesta

Samhjálp

Vinir

Samhjálp hefur hrint af stað söfnunar átaki og í þetta sinn er farin leið sem verður allra hagur. Átak þetta hefur heitið „Vinir Samhjálpar“. Fyrirtæki taka þátt - þeim að kostnaðalausu! Í lok mars verður gefið út kort sem er eins og bókasafnskort eða ökuskírteini í útliti og ber nafnið „Vinir Samhjálpar“. Kortið fer í almenna símasölu til einstaklinga fyrir kr. 7.200 og munu handhafar vinakortsins fá afslátt af margs konar vöru og þjónustu hjá fyritækjum á höfuðborgarsvæðinu. Í boði er að greiða fyrir kortið á allt að þremur mánuðum, eða kr. 2.400 pr. mánuð í þrjá mánuði. Þannig ættu allir að geta leyft sér að eignast þessa búbót.

Hugmyndin á bakvið kortið er að allir muni njóta góðs af. Þ.e. að Samhjálp fái fé til stuðnings starfi sínu í samfélaginu, að korthafi fá gott verð á vöru og þjónustu og að fyrirtækin sem sem gefa í kortið fái markaðsdreifingu og viðskiptum beint til sín.

Einnig munum við hjá Samhjálp senda korthöfum mánaðarlegan fréttapóst. Þannig geta þau fyrirtæki sem taka þátt sent frá sér tilboð, en þannig fá korthafar ný og fersk tilboð, ásamt lista yfir þau fyrirtæki sem veita afslættina og tilboðin.

Nú þegar höfum við fengið um 45-50 jákvæð svör frá ýmsum mismunandi fyritækjum með vöru og þjónustu og almennt hefur afslátturinn verið á frá 10-30%. Sum þessara fyrirtækja veita afslátt af öllum vöruliðum, meðan önnur veita afslátt af ákveðinni vöru eða þjónustu sem í boði er – allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Gildistími kortsins er til 1. maí 2015.

Með von um jákvæðar undirtektir

kærar kveðjur

Samhjálp

tiska

Miðvikudaginn 2.apríl stendur Samhjálp fyrir tískusýningu á notuðum fötum úr nytjamörkuðum Samhjálpar og ABC barnahjálpar.

Súpa og brauð í boði fyrir alla

Fullt af flottum fötum til sölu á hreint ótrúlegu verði fyrir jafnt konur, menn og börn.

Húsið opnar kl. 17:00 og tískusýninginn hefst kl. 18:30

Sjáumst sem allra flest miðvikudaginn 2.apríl í Háborg sal Samhjálpar Stangarhyl 3A

alltmillihimins

Samhjálp hefur opnað nýjan Nytjamarkað til viðbótar þeim sem fyrir eru í Stangarhyl 3 og Funahöfða 19.

Nýji markaðurinn er í verslunarhúsnæði að Norðurbrún 2.

Er þar sett mark á að vera með húsgögn, rúm og ýmislegt fleira eins og hefur verið og er í Funahöfðanum.

Viljir þú gefa okkur eitthvað sem ekki nýtist lengur eða liggur í geymslu erum við með þá þjónustu að sækja  sé þess óskað.

Opnunartími allra markaðana er frá kl 13.00 til 18.00 en alla virka daga en til kl 17.00 á föstudögum.

Hægt er að óska eftrir þjónustu  bílanna í síma 561-1000 á skrifstofutíma og í 661-6996 eftir lokun.

Einnig verður hægt að skoða vörur á mörkuðunum og versla á netinu á allra næstu dögum - það verður nánar auglýst síðar.:

Nytjamarkaðskveðjur

Vilhjálmur Svan.

Árshátíð Samhjálpar

Samhjálparvinir og velunnarar, nú er komið að árlegri Árshátíð Samhjálpar. Að þessu sinni verður hún haldin föstudagskvöldið 28.mars.

Við hvetjum ykkur til að vera með okkur þetta kvöld á meðan miðar duga en seldir verða 170 miðar á þetta kvöld og kostar miðinn kr 6900.- Hægt er að panta og greiða miða á skrifstofu Samhjálpar Stangarhyl 3a, hringja í síma 561-1000 eða senda tölvupóst á Þetta netfang er varið fyrir ruslrafpóstabottum, þú þarft að kveikja á JavaScript til að sjá það

Margt verður til gamans haft og skemmtilegur veislustjóri.

Akademia matreiðslumanna, félagsskapur landsliðsmanna í matreyðslu, fyrrverandi og núverandi munu sjá um LOSTÆTIÐ.

Akademia matreiðslumanna hefur leitt margan matreiðslumannin til sigurs á erlendri grund þar sem þeir hafa blómstrað á ári hverju í stærstu keppnum um marga titla, í langan tíma.

1. Standandi forréttur:

Gömlu “primus” matráðar Akademiunnar sjá um forréttinn.

Fuglathema.

2. Austurlensk skefisksúpa Ton Jong, að hætti Björgvins Mýrdal.

3. Aðalréttur:

Fjölbreytt steikarhlaðborð að hætti Sturlu Birgissonar.

4.Desert.

Súkkulaði “mouise”

Að hætti liðssjóra Landsliðs Akademiu matreyðslumanna þráins Vigfússonar.

 

Spennandi matseðill og eldamennska eins og best gerist.

HLÖKKUM TL AÐ SJÁ SEM ALLRA FLESTA, KOMA OG NJÓTA MEÐ OKKUR

Fleiri greinar...

Síða 1 af 14

<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Afgreiðslutími

Skrifstofan er opin alla virka daga frá 09:00 til 15:00.

Nytjamarkaður er opin alla virka daga frá 13:00 til 18:00.

Söfnunarsímar

908 5001 til að gefa 1.000 kr.

908 5002 til að gefa 2.000 kr.

908 5003 til að gefa 3.000 kr.

Bankaupplýsingar

Kennitala: 551173-0389
Reikningsnr: 0115-26-2377

Hafi styrkveitandi í huga ákveðna starfsemi Samhjálpar skal það tilgreint í skýringu.

Gefa á nytjamarkað

Viljir þú gefa eitthvað á nytjamarkaðinn getur þú komið með það á afgreiðslutíma eða haft samband í síma 561 1000.

Samhjálp | Stangarhyl 3a | 110 Reykjavík | Sími: 561 1000 | Netfang: samhjalp@samhjalp.is
© Samhjálp - Allur réttur áskilinn