Fréttir af Samhjálp

Vegna hagræðingar í rekstri Nytjamarkaða Samhjálpar verður frá og með 15. nóvermber 2014 hætt að sækja búslóðir fyrir Nytjamarkaði Samhjálpar. Það verður þó haldið áfram að taka á móti vörum sem komið er með á Nytjamarkaðina að Stangarhyl 3 (kjallara) og Norðurbrún 2. Stærri búslóðir eins og sófar, borð og hillusamstæður verður frá þeim degi ekki tekið á móti.

Gistiskýlið flytur starfsemi sínu frá Þingholtsstræti 25 að Lindargötu 48 mánudaginn 27. október. Skjólstæðingar okkar fara frá Þingholtsstræti að morgni mánudags en opnað verður kl. 17 á Lindargötu. Starfsemi Gistiskýlisins verður óbreytt og áfram er gert ráð fyrir um a.m.k. 20 gestum á nóttu. Engum verður vísað frá en undanfarið hafa næturgestir verið um 20-25.

Aðbúnaður í húsnæðinu að Lindargötu er allt annar en í Þingholtsstræti og ekki þarf lengur að hafa gistingu í tveimur húsum eins og verið hefur allt þetta ár ef nætur gestir hafa verið fleiri en 20. Í húsinu er einstaklingsherbergi, þriggja manna, fimm manna og sex manna herbergi.

Gistiskýlið í Þingholtsstræti hefur verið rekið frá árinu 1970.

Matsalur og setustofa í nýja skýlinu er miklu stærri, meira aðlaðandi og með betri aðstöðu en var í gamla skýlinu. Nýlega gaf minningarsjóður Lofts Gunnarssonar skýlinu þægileg rúm og munu þau vera á Lindargötu ásamt öllum öðrum húsgögnum og munum frá Þingholtsstræti.

Húsið er á þremur hæðum, gisting er á fyrstu og annarri hæð en eldhús, setustofa og matsalur á þriðju hæð. Góð sturtuaðstaða er á fyrstu tveimur hæðunum og salerni á öllum hæðum. Lyfta er í húsinu til að fara milli hæða.

Allar lagnir í húsinu hafa verið endurnýjaðar og brunaútgangar og brunaviðvörunarkerfi eins og best verður á kosið. Lögð verður áhersla á samvinnu þeirra sem koma að málefnum utangarðsfólks en það er Þjónustumiðstöð Miðborgar og Hlíða sem þjónustar hópinn.

Samhjálp rekur Gistiskýlið samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. Auk þeirra sem koma að Gistiskýlinu starfa Borgarverðir, starfsfólk Dagseturs og nýtt vettvangs- og stuðningsteymi Þjónustumiðstöðvar Miðborgar og Hlíða með utangarðsfólki. Vettvangs- og stuðningsteymið er hópur sérfræðinga sem mætir utangarðsfólki á þeirra forsendum, veitir því faglega ráðgjöf og meðferð sem hentar hverjum og einum.

Kostnaður við breytingarnar á húsnæðinu við Lindargötu er 110 milljónir króna. Áætlaður rekstrarkostnaður Gistiskýlisins á þessu ári er 66 milljónir króna

Utangarðsfólk býr almennt við alvarlegan heilsubrest, ofneyslu áfengis- og vímuefna, sértæka sjúkdóma, geðfötlun og geðræn vandamál.

Sjá myndir á http://reykjavik.is/printmail/frettir/gistiskylid-flytur-ad-lindargotu-48.


Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni hefur hafið störf á göngudeild Samhjálpar. Viðtalstímar hennar eru mánudaga og föstudaga frá kl. 10 til 16. Tímapantanir eru í síma 5611000.

dora solrun

Happdrætti Samhjálpar fer í sölu 1. desember 2014 og verður í sölu til 1. mars 2015. Dregið verður 20.mars 2015.

Margir flottir og góðir vinningar verða í happdrættinu í ár.

Miðvikudaginn 8. októrber sl. var uppskeruhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Samhjálp þakkar öllum þeim sem hlupu fyrir Samhjálp. Við metum það mikils og hver króna kemur í góðar þarfir.

Nánari upplýsingar eru á hlaupastyrkur.is.

Kveðja

Vörður Leví Traustason

framkvæmdastjóri

Fleiri greinar...

Síða 1 af 16

<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Afgreiðslutími

Skrifstofan er opin alla virka daga frá 09:00 til 15:00.

Nytjamarkaður er opin alla virka daga frá 13:00 til 18:00.

Söfnunarsímar

908 5001 til að gefa 1.000 kr.

908 5002 til að gefa 2.000 kr.

908 5003 til að gefa 3.000 kr.

Bankaupplýsingar

Kennitala: 551173-0389
Reikningsnr: 0115-26-2377

Hafi styrkveitandi í huga ákveðna starfsemi Samhjálpar skal það tilgreint í skýringu.

Gefa á nytjamarkað

Viljir þú gefa eitthvað á nytjamarkaðinn getur þú komið með það á afgreiðslutíma eða haft samband í síma 561 1000.

Samhjálp | Stangarhyl 3a | 110 Reykjavík | Sími: 561 1000 | Netfang: samhjalp@samhjalp.is
© Samhjálp - Allur réttur áskilinn