Fréttir af Samhjálp

eflaSamfélagssjóður EFLU verkfræðistofu veitti nú í desember sína fimmtu úthlutun og hlaut Samhjálp styrk að þessu sinni ásamt sjö öðrum verkefnum. Það var Guðmundur Þorbjörnsson framkvæmdastjóri Eflu sem afhenti styrkina og er hann lengst til hægri á myndinni. Samhjálp færir forráðamönnum samfélagssjóðs Eflu bestu þakkir. Styrkurinn hefur komið í góðar þarfir hjá þeim sem minna mega sín. http://efla.is/frettir/240-2014/desember-2014/5056-samfelagssjodhur-eflu-styrkir-atta-verkefni

kopar veitingastaurEigendur veitingastaðarins Kopar við Geirsgötu 3 komu á Kaffistofu Samhjálpar í tvígang í desember ásamt starfsmönnum veitingastaðarins og elduðu fyrir gesti Kaffistofunnar. Veitingastaðaðurinn lagði fram allt hráefnið í þessar tvær máltíðir. Samhjálp færir eigendum og starfsmönnum bestu þakkir og biður veitingastaðnum Guðs blessunar. Á myndinni er annar af eigendunum, Ylfa Helgadóttir, yfirmatreiðslumeistari, lengst til hægri. http://www.koparrestaurant.is/

srf mynd copyStjórn SFR ákvað að í stað þess að senda jólakort þá myndi félagið styrkja góð málefni. Að þessu sinni var það Samhjálpa og Hjálparstarf kirkjunnar sem hlutu styrkinn. það var Árni Stefán Jónsson formaður SFR sem afhenti framkvæmdastjóra Samhjálpar, Verði Leví Traustasyni styrkinn. Samhjálp færir stjórn SFR bestu þakkir og hefur styrkurinn svo sannarlega komið í góðar þarfir hjá hinum mörgu úrræðum sem Samhjálp rekur.

Nytjamakaði Samhjálpar að Norðurbrún 2 hefur verið lokað þar sem húsið hefur verið selt. Samhjálp leigði húsnæðið og því var sjálfhætt með markaðinn þar. Nytjamarkaðurinn að Stangarhyl 3a heldur áfram.

actavis„Hugmyndin fæddist á Kaffistofu Samhjálpar þegar við heimsóttum kaffistofuna til að kynna okkur starfsemina þar,” segir Laufey Birgisdóttir hjá áætlanadeild Actavis. Við urðum strax hrifnar af starfinu og vildum láta gott af okkur leiða. Og þá kom þessi hugmynd að bjóða starfsfólki Actavis að leggja til upphæð sem samsvarar einni máltíð í mötuneyti Actavis. Þannig söfnuðum við um 250.000 kr. og fyrirtækið jafnaði þá upphæð þannig að samtals er styrkurinn 500.000 kr.“ Styrktarféð frá Actavis rennur til tækjakaupa í eldhús Kaffistofunnar en m.a. var mikil þörf fyrir nýjan ofn og uppþvottavél. Starfsmenn Actavis létu sér ekki nægja að styðja Kaffistofuna með fjárframlagi því 49 úr þeirra hópi buðust auk þess til að taka að sér vaktir sem sjálfboðaliðar í Kaffistofunni um helgar. „Við hugsum þetta þannig að við fáum tækifæri til að víkka sjóndeildarhringinn og sjáum fleiri hliðar samfélagsins. Verkefnið snýst bæði um að gefa eina máltíð og að við fáum að kynnast þessu frábæra starfi sem verið er að vinna hjá Samhjálp,“ segir Laufey. „Þetta tekur okkur út úr rútínunni í okkar afmarkaða heimi þar sem við hugsum mest um vinnuna, fjölskylduna og að sjá okkur efnalega farboða. Okkur langaði að fara út fyrir þægindarammann og þetta fær mann til að hugsa hversu mikilla forréttinda við njótum að vera í fastri vinnu á góðum vinnustað. Þetta minnir okkur jafnframt á að gleyma ekki þeim sem minna mega sín.“ Þess má geta að nokkrir sjálfboðaliðanna óskuðu sérstaklega eftir því að fá að taka unglingana sína með sér í til sjálfboðaliðastarfa á Kaffistofunni til að leyfa þeim að kynnast þessum hluta samfélagsins af eigin raun. Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri Samhjálpar, veitti styrknum viðtöku og þakkaði starfsmönnum Actavis sérstaklega alúðina í garð Samhjálpar og þeirra sem nýta sér þjónustu Kaffistofunnar.

Fleiri greinar...

Síða 1 af 17

<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Afgreiðslutími

Skrifstofan er opin alla virka daga frá 09:00 til 15:00.

Nytjamarkaður er opin alla virka daga frá 13:00 til 18:00.

Söfnunarsímar

908 5001 til að gefa 1.000 kr.

908 5002 til að gefa 2.000 kr.

908 5003 til að gefa 3.000 kr.

Bankaupplýsingar

Kennitala: 551173-0389
Reikningsnr: 0115-26-2377

Hafi styrkveitandi í huga ákveðna starfsemi Samhjálpar skal það tilgreint í skýringu.

Gefa á nytjamarkað

Viljir þú gefa eitthvað á nytjamarkaðinn getur þú komið með það á afgreiðslutíma eða haft samband í síma 561 1000.

Samhjálp | Stangarhyl 3a | 110 Reykjavík | Sími: 561 1000 | Netfang: samhjalp@samhjalp.is
© Samhjálp - Allur réttur áskilinn