Fréttir af Samhjálp

Það er langt síða Þórir Haraldsson ákvað að láta af störfum daginn sem hann yrði 67 ára. Í dag, 27. febrúar rennur sá dagur upp. Um leið og við óskum honum til hamingju með afmælið, þökkum við honum fyrir frábært og ósérhlífið starf hjá Samhjálp í rétt tæp 32 ár.
Þórir innritaðist í Hlaðgerðarkot 20 apríl 1983 þá illa farinn alkóhólisti. Hann byrjaði fljótlega að hjálpa til á vaktinni í Hlaðgerðarkoti og síðar þróaðist starf hans eitthvað áfram. Hann var í meðferð en vinnan og meðferðin tvinnuðust saman og fljótlega sýndi hann að hann var og er traustsins verður og því var honum fljótt falin þjónusta.
Þórir segir svo frá:
,,Þarna fljótlega finn ég að Jesús Kristur er lifandi afl sem vill hjálpa mér, og ég finn að ég á mér von, en voninn um að ég næði mér var horfin".
Árið 1985 gerðist hann sölumaður fyrir Samhjálp, ferðaðist um landið og seldi bækur ásamt Vilhjálmi Friðþjófssyni sem einnig hafði verið í Hlaðgerðarkot.i  Í ágúst sama ár var Þórir beðinn að koma aftur í Hlaðgerðarkot til starfa og árið 1987 fór hann að starfa alfarið sem ráðgjafi. Árið 1995 varð hann dagskrárstjóri ásamt ráðgjafastarfinu til ársins 2003. Þá tók hann við starfi Dagskrárstjóra heimilanna M18 og M20 ásamt starfinu sem þá var á Hverfisgötu 42 svo og Gistiskýlinu. Hann tók svo við umsjón Sporsins þegar það var opnað í maí 2009 og hefur sinnt því fram yfir síðustu áramót. Síðustu vikurnar hefur svo Þórir séð um flutninga skrifstofu og Markaðar Samhjálpar.

Þá hefur hann spilað á píanó á fimmtudags samkomum Samhjálpar í öll þessi ár og kveðst ætla halda því áfram svo lengi sem heilsa og kraftar hans vara.

það verður mikil eftirsjá af Þóri sem elskaður er af öllum starfsmönnum og skjólstæðingum Samhjálpar.

Kveðja
Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri.

Það er langt síða Þórir Haraldsson ákvað að láta af störfum um leið og hann yrði 67 ára. Í dag, 27. febrúar rennur sá dagur upp. Um leið og við óskum honum til hamingju með afmælið, þökkum við honum fyrir frábært og ósérhlífið starf hjá Samhjálp í rétt tæp 32 ár.

Þórir innritaðist í Hlaðgerðarkot 20 apríl 1983 þá illa farinn alkóhólisti. Hann byrjaði fljótlega að hjálpa til á vaktinni í Hlaðgerðarkoti og síðar þróaðist starf hans eitthvað áfram. Hann var í meðferð en vinnan og meðferðin tvinnuðust saman og fljótlega sýndi hann að hann var og er traustsins verður og því var honum falin þjónusta.

Þórir segir svo frá:

,,Þarna fljótlega finn ég að Jesús Kristur er lifandi afl sem vill hjálpa mér, og ég finn að ég á mér von, en voninn um að ég næði mér var horfin".

Árið 1985 gerðist hann sölumaður fyrir Samhjálp, ferðaðist um landið ásamt Vilhjálmi Friðþjófssyni og seldi bækur. Í ágúst sama ár var hann beðinn að koma aftur í Hlaðgerðarkot til starfa og árið 1987 fór hann að starfa alfarið sem ráðgjafi. Árið 1995 varð hann dagskrárstjóri í Hlaðgerðarkoti ásamt ráðgjafastarfinu til ársins 2003. Þá tók hann við starfi Dagskrárstjóra heimilanna M18 og M20 ásamt starfinu á Hverfisgötu 42 og Gistiskýlinu. Hann tók svo við umsjón Sporsins þegar það var opnað í maí 2009 og hefur sinnt því fram yfir síðustu áramót. Síðustu vikurnar hefur svo Þórir séð um flutninga skrifstofu og Markaðar Samhjálpar.


það verður mikil eftirsjá af Þóri sem elskaður er af öllum starfsmönnum og skjólstæðingum Samhjálpar.

 

Kveðja 

Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri.

Myndlistarkonan Kristín Snorradóttir ákvað að styrkja uppbyggingu á húsnæði í Hlaðgerðarkoti með sölu á málverkum sínum.  Hún lætur 50% af söluverðinu renna í söfnunarsjóðinn ,,Nýtt Hlaðgerðarkot"

Hún skrifaði:  Mig langar að leggja mitt af mörkum við þessa söfnun og hef því gert sáttmála við sjálfa mig, Samhjálp og Guð um það að 50% af andvirði hverrar sölu af listaverki eftir mig rennur beint inn á þennan söfnunar reikning Hlaðgerðarkots og mun þessi sáttmáli standa út árið 2015.

Þetta er mín leið til þess að gefa til baka en ég á Hlaðgerðarkoti og þeirri góðu starfsemi sem þar er, líf sonar míns að launa. Hann var langt gengin sprautufíkill þegar hann fór þangað inn til meðferðar í nóvember síðastliðin.  Hann var útigangsmaður og við ástvinir hans vorum undir það búin að fylgja honum til grafar.  Í dag er hann edrú og er að byggja upp nýtt líf og nýtur hann enn stuðnings Samhjálpar.

Samhjálp rekur meðferðarheimilið Hlaðgerðarkot sem hefur hjálpað mörgum áfengis- og vímuefnaneytendum að vinna með sjúkdóm sinn og öðlast nýtt líf.  Húsakostur Hlaðgerðarkots er komin vel til ára sinna og nú er verið að safna fyrir nýju Hlaðgerðarkoti s.s að endurbyggja Hlaðgerðarkot. Stofnaður hefur verið söfnunar reikningur sem er ætlaður í þetta verkefni. Reikningsnr.  515-14-419000 í Íslandsbanka, kt. 551173-0389  Sjá myndir eftir hana á slóðinni https://www.facebook.com/pages/Myndlist-Art-St%C3%ADna-Englar-og-lj%C3%B3s/1513687332227750

Söfnunarreikningur  hefur verið opnaður og köllum við hann ,,Nýtt Hlaðgerðarkot" Reikningsnr. 515-14-419000 í Íslandsbanka.  kt. 551173-0389.

Eftirspurn eftir meðferð í Hlaðgerðarkoti hefur aukist ár frá ári og er eftirtektarvert hve yngra fólk leitar í auknum mæli til okkart. Að jafnaði eru um 70 manns á biðslista.

Hlaðgerðarkot er elsta nústarfandi meðferðarúrræði landsins með meira en fjörutíu ára reynslu. Húsnæðið þar er orðið gamalt og lúið og er löngu tímabært að endurbyggja húsakostinn.

Við þökkum öllum þeim sem leggja þessu góða málefni lið.

 

 

 

oskudagur15osudagurinn 151

Þessi flottu börn komu á skrifstofu Samhjálpar á öskudaginn og sungu ásamt mörgum öðrum börnum og að sjálfsögðu fengu þau nammi.  Á fyrri myndinni eru þjú börn sem færðu Samhjálp 1200 kr. sem þau söfnuðu með tambólu. Þau vildu þannig hjálpa þeim sem eiga erfitt og þurfa hjálp til að hætta að nota áfengi og dóp.

Fleiri greinar...

Síða 1 af 21

<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Afgreiðslutími

Skrifstofan að Hlíðasmára 14,3h. 201 Kópavogi er opin alla virka daga frá 10:00 til 15:00.

Markaður Samhjálpar í Ármúla 11, 105 Reykjavík er opinn alla virka daga frá 11 til 18. Sími 842 2030

Bankaupplýsingar

Kennitala: 551173-0389
Reikningsnr: 0115-26-2377

Söfnunarreikningur ,,Nýt Hlaðgerðarkot"

Reikningsnr.:  0515-14-419000

Hafi styrkveitandi í huga ákveðna starfsemi Samhjálpar skal það tilgreint í skýringu.

 

 

Samhjálp | Hlíðarsmára 14, 3.h | 201 Kópavogi | Sími: 561 1000 | Netfang: samhjalp@samhjalp.is
© Samhjálp - Allur réttur áskilinn