Fréttir af Samhjálp

Vegna sölu á húsnæði Samhjálpar að Stangarhyl 3, flytja höfuðstöðvar okkar í nýtt húsnæði að Hlíðasmára 14, þriðju hæð, Kópavogi. Mánudaginn 26. janúar kl.10,00 opnum við í nýjum og glæsilegum húsakynnum á þriðju hæð í Hlíðasmára 14.

Í desember ákváðu stjórnendur KFC að láta 10% af Hot Wings og kjúklingabita Aðventufötum KFC renna til Samhjálpar, Mæðrastyrksnefndar og Fjölskylduhjálpar Íslands.

Samhjálp þakkar kærkomna gjöf.

Fyrir síðustu jól, tóku nokkrar vinkonur sig saman og vildu gleðja aðra og láta gott af okkur leiða. Þeim fannst málenfi útigangsmanna og þeirra sem minna mega sín í þjóðfélaginu vera lítið í umræðunni og vildu því sjálfar gera eitthvað í málunum fyrir jólin. Þær fengu fullt af góðu fólki til að hjálpa þeim með ýmsan fatnaði. Einnig fengu þær Rúmfatalagerinn og IKEA með sér í lið. Samhjálp þakkar þessum frábæru vinkonum fyrir framtakið og hugulsemina. Guð launi þeim og blessi.

Kveðja Vörður Leví Traustason

Framkvæmdastjóri

Stjórn og rekstrarráð Fíladelfíu ákvað að láta afrakstur af jólatónleikum Fíladelfíu 2014, ,,Fyrir þá sem minna mega sín” renna til Kaffistofu Samhjálpar og Mæðrastyrksnefndar. Samhjálp færir stjórn og rekstrarráði Fíladelfíu og öllum þeim sem komu að jólatónleikunum bestu þakkir fyrir frábæra gjöf. Styrkurinn kemur sér svo sannarlega vel fyrir skjólstæðinga Kaffistofunnar, en þangað leita á bilinu 150 til 200 manns á hverjum degi.

stangarhylur copyFöstudaginn 20. desember urðu tímamót í sögu Samhjálpar. Þá var undirritaður samningur við fasteignafélag um sölu á húsnæði Samhjálpar við Stangarhyl. Verður húsnæðið afhent nýjum eigendum 31. janúar næst komandi. Laugardaginn 21. desember var svo undirritaður samningur um leigu á skrifstofuhúsnæði fyrir Samhjálp á þriðju hæð við Hlíðarsmára 14 í Kópavogi. Um er að ræða 380 ferm. húsnæði sem fellur mjög vel að rekstri Samhjálpar. Verið er að leita að nýju húsnæði fyrir nytjamarkað en fyrirhugað er að breyta um áherslur í rekstri nytjamarkaða sem nánar verður kynnt síðar. Samkomur á fimmtudagskvöldum verða áfram með óbreyttum hætti en hafi ekki fundist húsnæði verða þær til bráðabirgða í Fíladelfíu að Hátúni 2.

Fleiri greinar...

Síða 1 af 20

<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Afgreiðslutími

Skrifstofan er opin alla virka daga frá 10:00 til 15:00.

Vegna sölu á húsnæði Samhjálpar að Stangarhyl 3 og flutninga opnar Nytjamarkaðurinn aftur á nýjum stað í byrjun febrúar

Söfnunarsímar

908 5001 til að gefa 1.000 kr.

908 5002 til að gefa 2.000 kr.

908 5003 til að gefa 3.000 kr.

Bankaupplýsingar

Kennitala: 551173-0389
Reikningsnr: 0115-26-2377

Hafi styrkveitandi í huga ákveðna starfsemi Samhjálpar skal það tilgreint í skýringu.

Gefa á nytjamarkað

Viljir þú gefa eitthvað á nytjamarkaðinn getur þú komið með það á afgreiðslutíma eða haft samband í síma 561 1000.

Samhjálp | Hlíðarsmára 14, 3.h | 201 Kópavogi | Sími: 561 1000 | Netfang: samhjalp@samhjalp.is
© Samhjálp - Allur réttur áskilinn