Fréttir af Samhjálp

vatnsendaskoliFimmtudaginn 19. mars sl. kom flottur hópur barna frá Vatnsendaskóla í Kópavogi, ásamt kennurum þeirra og kynntu sér starf Samhjálpar.  Matar- og kaffistofa Samhjálpar að Borgartúni 1 var skoðuð og sögðu þeir Vörður Leví og Bjarni Geir frá starfinu á Kaffistofunni.  Þá fóru þau í Gistiskýlið og þar tók Tryggvi Magnússon umsjónarmaður Gistiskýlisins á móti þeim og kynnti fyrir þeim hin ýmsu úrræði sem Samhjálp rekur.  Það var ákaflega gaman að fá þennan prúða og flotta hóp í heimsókn

hreintunnalogo Fyrirtækið Háþrýstiþrif ehf hefur ákveðið að styrkja starf Samhjálpar með því að bjóða 50% af þrifum á hverri sorptunnu.  Nú hvetjum við húseigendur og húsfélög til að hafa samband við þetta frábæra fyrirtæki og þannig getið þið styrkt Samhjálp um leið og þið njótið góðs af.

Vegna tæknilegra örðugleika frestast útdráttur í happdrætti Samhjálpar um nokkra daga.  Vinningsnr. verða birt á heimasíðunni strax og dregið verður í happdrættinu. 

Við biðjumst velvirðingar á þessum töfum.

Vörður Leví Traustason framkvæmdastjóri

Opnunarhátíð á nýjum og glæsilegum skrifstofum, göngudeildar og símaveri Samhjálpar verðu miðvikudaginn 11. mars nk. kl. 17-19 að Hlíðasmára 14, 3h. 201 Kópavogi.  Þann 1. febrúar sl. afhenti Samhjálp húseign sína að Stangarhyl 3 nýjum eigendum og flutti starfsemina í Hlíðasmárann. Nú bjóðum við gestum og gangandi að koma og gleðjast með okkur og sjá aðstöðuna sem Samhjálp hefur tekið á leigu. Léttar veitingar í boði.

Allir eru hjartanlega velkomnir.

Vörður Leví Traustason framkvæmdastjóri 

Það er langt síða Þórir Haraldsson ákvað að láta af störfum daginn sem hann yrði 67 ára. Í dag, 27. febrúar rennur sá dagur upp. Um leið og við óskum honum til hamingju með afmælið, þökkum við honum fyrir frábært og ósérhlífið starf hjá Samhjálp í rétt tæp 32 ár.
Þórir innritaðist í Hlaðgerðarkot 20 apríl 1983 þá illa farinn alkóhólisti. Hann byrjaði fljótlega að hjálpa til á vaktinni í Hlaðgerðarkoti og síðar þróaðist starf hans eitthvað áfram. Hann var í meðferð en vinnan og meðferðin tvinnuðust saman og fljótlega sýndi hann að hann var og er traustsins verður og því var honum fljótt falin þjónusta.
Þórir segir svo frá:
,,Þarna fljótlega finn ég að Jesús Kristur er lifandi afl sem vill hjálpa mér, og ég finn að ég á mér von, en voninn um að ég næði mér var horfin".
Árið 1985 gerðist hann sölumaður fyrir Samhjálp, ferðaðist um landið og seldi bækur ásamt Vilhjálmi Friðþjófssyni sem einnig hafði verið í Hlaðgerðarkot.i  Í ágúst sama ár var Þórir beðinn að koma aftur í Hlaðgerðarkot til starfa og árið 1987 fór hann að starfa alfarið sem ráðgjafi. Árið 1995 varð hann dagskrárstjóri ásamt ráðgjafastarfinu til ársins 2003. Þá tók hann við starfi Dagskrárstjóra heimilanna M18 og M20 ásamt starfinu sem þá var á Hverfisgötu 42 svo og Gistiskýlinu. Hann tók svo við umsjón Sporsins þegar það var opnað í maí 2009 og hefur sinnt því fram yfir síðustu áramót. Síðustu vikurnar hefur svo Þórir séð um flutninga skrifstofu og Markaðar Samhjálpar.

Þá hefur hann spilað á píanó á fimmtudags samkomum Samhjálpar í öll þessi ár og kveðst ætla halda því áfram svo lengi sem heilsa og kraftar hans vara.

það verður mikil eftirsjá af Þóri sem elskaður er af öllum starfsmönnum og skjólstæðingum Samhjálpar.

Kveðja
Vörður Leví Traustason, framkvæmdastjóri.

Fleiri greinar...

Síða 1 af 22

<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Afgreiðslutími

Skrifstofan að Hlíðasmára 14,3h. 201 Kópavogi er opin alla virka daga frá 10:00 til 15:00.

Markaður Samhjálpar í Ármúla 11, 105 Reykjavík er opinn alla virka daga frá 11 til 18. Sími 842 2030

Söfnunarsímar

908 5001 til að gefa 1.000 kr.

908 5002 til að gefa 2.000 kr.

908 5003 til að gefa 3.000 kr.

Bankaupplýsingar

Kennitala: 551173-0389
Reikningsnr: 0115-26-2377

Söfnunarreikningur ,,Nýtt Hlaðgerðarkot"

Reikningsnr. 0515-14-419000

Hafi styrkveitandi í huga ákveðna starfsemi Samhjálpar skal það tilgreint í skýringu.

 

 

Samhjálp | Hlíðarsmára 14, 3.h | 201 Kópavogi | Sími: 561 1000 | Netfang: samhjalp@samhjalp.is
© Samhjálp - Allur réttur áskilinn