Fréttir af Samhjálp

Nú er verið að mála og lagfæra í Hlaðgerðarkoti. Það eru skjólstæðingar og velunnarar Hlaðgerðarkots sem sjá um verkið. Múrbúðin gaf málningu og efni til verksins og færum við þeim bestu þakkir fyrir. Það var kominn tími á að taka til hendinni í Hlaðgerðarkoti og mála glugga, hurðir og þakið á húsnæðinu.

Föstudaginn 24. apríl sl. tóku nemendur á fyrsta ári í MBA-námi við Háskóla Íslands þátt í verkefni í námskeiðinu samningafærni og siðfræði. Verkefnið snérist um að allir lögðu 1000 kr. í pott og áttu að semja um uppgjör hans sín á milli. Nemendurnir ákváðu í sameiningu að æfingunni lokinni að styrkja Samhjálp um þá upphæð sem safnaðist, eða 30.000 kr. Var millifærsla á þessari fjárhæð framkvæmd sama dag og upphæðin lögð inn á reikning Samhjálpar, 115-26-2377, samkvæmt upplýsingum á heimasíðunni Samhjálpar. Vonum við að þetta komi að góðum notum. Með kæri kveðju nemendur á 1. ári í MBA námi við HÍ.

Samhjálp þakkar þessum frábæru nemdendum í MBA-námi við HÍ hugulsemina og óskar þeim góðs gengis í áframhaldandi námi.  Styrkurinn kemur sér vel í því mikla starfi sem Samhjálp stendur fyrir.

vatnsendaskoli11vatnsendaskoli2

í dag, þriðjudaginn 7. apríl færðu nemendur í Vatnsendaskóla í Kópavogi Samhjálp söfnunarfé sem þau stóðu fyrir að safna í þemaviku skólans. Nemendurnir tóku ýmis góðgerðarfélög að sér í þessari þemaviku sem haldin var í mars sl. Það var Samhjálp, ABC hjálparstarf, Rauði krosssinn og UNICEF barnahjálp.  Söfnunarféð sem Samhjálp fékk kr. 50.500,- fer til reksturs Matar- og kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni.  Þökkum við þessum frábæru nemendum fyrir það sem þau lögðu á sig til að safna fyrir starfinu.

merki 2015 Barmmerki Samhjálpar 2015 er nú komið í sölu og kostar merkið 1.500 kr.  Allur ágóði af sölu merkisins rennur til reksturs Matar- og kaffistofu Samhjálpar, en heimsóknir þangað eru um 200 á dag eða um 65.000 á ári. Merkjasalan er því stór liður í fjáröflun okkar til að geta gefið þeim sem minna mega sín heita máltíð og morgunkaffi. Hægt er að fá merkið á skrifstofu Samhjálpar að Hlíðasmára 14 og einnig mun sölufólk okkar verð á ýmsum stöðum með merkjasölu.  Sölufólk óskast.  Nánari upplýsingar í síma 561-1000 eða á skrifstofu Samhjálpar.

vatnsendaskoliFimmtudaginn 19. mars sl. kom flottur hópur barna frá Vatnsendaskóla í Kópavogi, ásamt kennurum þeirra og kynntu sér starf Samhjálpar.  Matar- og kaffistofa Samhjálpar að Borgartúni 1 var skoðuð og sögðu þeir Vörður Leví og Bjarni Geir frá starfinu á Kaffistofunni.  Þá fóru þau í Gistiskýlið og þar tók Tryggvi Magnússon umsjónarmaður Gistiskýlisins á móti þeim og kynnti fyrir þeim hin ýmsu úrræði sem Samhjálp rekur.  Það var ákaflega gaman að fá þennan prúða og flotta hóp í heimsókn

Fleiri greinar...

Síða 1 af 23

<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Afgreiðslutími

Skrifstofan að Hlíðasmára 14,3h. 201 Kópavogi er opin alla virka daga frá 10:00 til 15:00.

Markaður Samhjálpar í Ármúla 11, 105 Reykjavík er opinn alla virka daga frá 11 til 18. Sími 842 2030

Söfnunarsímar

908 5001 til að gefa 1.000 kr.

908 5002 til að gefa 2.000 kr.

908 5003 til að gefa 3.000 kr.

Bankaupplýsingar

Kennitala: 551173-0389
Reikningsnr: 0115-26-2377

Söfnunarreikningur ,,Nýtt Hlaðgerðarkot"

Reikningsnr. 0515-14-419000

Hafi styrkveitandi í huga ákveðna starfsemi Samhjálpar skal það tilgreint í skýringu.

 

 

Samhjálp | Hlíðarsmára 14, 3.h | 201 Kópavogi | Sími: 561 1000 | Netfang: samhjalp@samhjalp.is
© Samhjálp - Allur réttur áskilinn