Fréttir af Samhjálp

Dóra Sólrún Kristinsdóttir djákni hefur hafið störf á göngudeild Samhjálpar. Viðtalstímar hennar eru mánudaga og föstudaga frá kl. 10 til 16. Tímapantanir eru í síma 5611000.

dora solrun

Happdrætti Samhjálpar fer í sölu 1. desember 2014 og verður í sölu til 1. mars 2015. Dregið verður 20.mars 2015.

Margir flottir og góðir vinningar verða í happdrættinu í ár.

Miðvikudaginn 8. októrber sl. var uppskeruhátíð Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka. Samhjálp þakkar öllum þeim sem hlupu fyrir Samhjálp. Við metum það mikils og hver króna kemur í góðar þarfir.

Nánari upplýsingar eru á hlaupastyrkur.is.

Kveðja

Vörður Leví Traustason

framkvæmdastjóri

Ný stjórn var kosin fyrir Styrktarfélag Samhjálpar á auka aðalfundi félagsins sem halldinn var fimmtudaginn 2. október sl. Nýja stjórnin er sú sama og er yfir Samhjálp.  Ég vil færa fráfarandi stjórnarmönnum mínar bestu þakkir fyrir langt og gott starf og óska ég þeim blessunar í öllu sem þau taka sér fyrir hendur.

Kveðja

Vörður Leví Traustason

framkvæmdastjór Samhjálpar

kotil. heiursg. 14Hið árlega Kótilettukvöld Samhjálpar, sem haldið var föstudaginn 3. okt. sl., var í alla staði frábært. Maturinn sem þeir Raggi, Siggi og Sigurjón sáum um að matreiða, var algjör snilld. Veislustjóri kvöldsins, Ásmundur Friðriksson alþingismaður fór á kostum og heiðursgesturinn, Jón Gunnarsson alþingismaður flutti einstaklega góða og áhrifaríka ræðu.Reynslusögur þeirra Magdalenu og Jóns Gunnars Biering voru mjög áhrifaríkar. Þá var hljómsveitin undir stjórn Hjalta Gunnlaugssonar og einsöngvararnir Pétur Hrafnsson, Nína Hallgrímsdóttir og lofgjörðarhópur Samhjálpar undir stjórn Þóris Haraldssonar algjörlega frábær og upp á sitt besta. Ekki má gleyma hinum frábæru systrum Elísabetu og Írisi sem heilluðu alla. Allir þeir fjölmörgu sem þjónuðu bæði fyrir og eftir kvöldið stóðu sig vel. Kvöldið var því vel heppnað og færir Samhjálp öllum þeim fjölmörgu sem komu að og gerðu þetta kvöld einstakt, bestu þakkir. Við erum strax farin að hlakka til næsta Kótilettukvölds sem verður á sama tíma að ári.

Kveðja

Vörður Leví Traustason

framkvæmdastjóri Samhjálpar

Fleiri greinar...

Síða 1 af 16

<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Afgreiðslutími

Skrifstofan er opin alla virka daga frá 09:00 til 15:00.

Nytjamarkaður er opin alla virka daga frá 13:00 til 18:00.

Söfnunarsímar

908 5001 til að gefa 1.000 kr.

908 5002 til að gefa 2.000 kr.

908 5003 til að gefa 3.000 kr.

Bankaupplýsingar

Kennitala: 551173-0389
Reikningsnr: 0115-26-2377

Hafi styrkveitandi í huga ákveðna starfsemi Samhjálpar skal það tilgreint í skýringu.

Gefa á nytjamarkað

Viljir þú gefa eitthvað á nytjamarkaðinn getur þú komið með það á afgreiðslutíma eða haft samband í síma 561 1000.

Samhjálp | Stangarhyl 3a | 110 Reykjavík | Sími: 561 1000 | Netfang: samhjalp@samhjalp.is
© Samhjálp - Allur réttur áskilinn