Fréttir af Samhjálp

Styrktarmót Kaffistofu Samhjálpar 2014
Kaffistofa Samhjálpar fékk 58.000 heimsóknir 2013 og bauð upp á morgun og hádegismat alla daga ársins.
Kaffistofa Samhjálpar er sannarlega mikilvægt samfélagsverkefni sem ekki má leggjast af.

Styrktarmót Kaffistofu Samhjálpar 2014 haldið 31. ágúst á Urriðavelli.samhjalpgolf2014 copy

Í blaðagrein sem birtist í Mbl. þann 12. júlí 1974 segir frá vígslu Hlaðgerðarkots í Mosfellsdal.

Í greininni segir: ,,Það var mikill hátíðisdagur í Hlaðgerðarkoti í Mosfsellsdal laugardaginn 6. júlí. Þar var vígt hús Samhjálpar.”

Húsið var keypt af Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur fyrir 12 millj. kr. á þeim tíma.

Samhjálp var stofnað af Hvítasunnukirkjunni Fíladelfíu í Reykjavík og var það Einar J. Gíslason þáverandi forstöðumaður sem vígði og blessaði húsið.

Það má því segja að starfsemi Hlaðgerðarkots hafi verið blessuð því fjöldi einstaklinga hefur farið í gegnum meðferð Samhjálpar í Hlaðgerðarkoti á þessum 40 árum og fengið lausn mála sinna og upplifað endurreisn bæði á líkama og sál.

Í Hlaðgerðarkoti ríkir mikil eining, væntumþykja og virðing fyrir skjólstæðingunum  og hefur Hlaðgerðarkot yfir að ráða einstöku starfsfólki.

Um leið og ég óska meðferðarheimilinu í Hlaðgerðarkoti til hamingju með 40 árin óska ég öllum starfsmönnum og skjólstæðingum þess fyrr og síðar blessunar Guðs.

Vörður Leví Traustason

Framkvæmdastjóri Samhjálpar

marathon
Samhjálp tilkynnir að nú er búið að opna áheitasöfnun Reykjavíkurmaraþons Íslandsbanka 2014 á vefnum hlaupastyrkur.is og þar er hægt að skrá sig og hlaupa fyrir Samhjálp laugardaginn 23.ágúst nk

Einfalt að safna
Það er einfalt fyrir hlaupara að stofna aðgang á hlaupastyrkur.is og safna áheitum. Byrja þarf á því að skrá sig í hlaupið á marathon.is. Í skráningarferlinu er hægt að velja Samhjálp ásamt fjöldanum öllum af öðrum góðgerðafélögum og stofnast þá viðkomandi sjálfkrafa á hlaupastyrkur.is að skráningu lokinni. Einnig geta skráðir hlauparar farið beint inn á hlaupastyrkur.is og stofnað aðgang í örfáum einföldum skrefum. Hægt er að deila söfnunarsíðu hlaupara á samfélagsmiðlum og hvetja þannig vini og vandamenn til að heita á sig. Hver sem er getur farið inná hlaupastyrkur.is og heitið á skráða hlaupara. Hægt er að greiða áheit með kreditkorti, millifærslu eða með því að senda sms skilaboð.

Gangi ykkur sem allra best og Takk þið öll sem munuð hlaupa til styrktar Samhjálpar :-)

Lifið heil!

Samhjálp boðar til aðalfundar félagsins. Miðvikudaginn 30.apríl klukkan 19.30

Fundurinn verður haldinn í sal Samhjálpar - Háborg að Stangarhyl 3A

Dagskrá fundarins verður:

1. Kosning fundarstjóra og fundarritara

2. Lögmæti fundarins kannað

3. Starfsskýrsla undanfarins árs

4. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar

5. Starfs og fjárhagsáætlun næsta árs

6. Breytingar á lögum ef fyrirliggja, 

7. Kjör tveggja stjórnarmanna skv 5.gr þegar það á við

8. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga félagsins og eins til vara

9. Önnur mál

Rett til setu á aðalfundi hafa meðlimir Hvítasunnukirkjunnar Fíladelfíu, starfsmenn Samhjálpar og allir sem áhuga hafa á málefnum Samhjálpar.

Með bestu óskum og von um að sjá sem flesta

Samhjálp

Vinir

Samhjálp hefur hrint af stað söfnunar átaki og í þetta sinn er farin leið sem verður allra hagur. Átak þetta hefur heitið „Vinir Samhjálpar“. Fyrirtæki taka þátt - þeim að kostnaðalausu! Í lok mars verður gefið út kort sem er eins og bókasafnskort eða ökuskírteini í útliti og ber nafnið „Vinir Samhjálpar“. Kortið fer í almenna símasölu til einstaklinga fyrir kr. 7.200 og munu handhafar vinakortsins fá afslátt af margs konar vöru og þjónustu hjá fyritækjum á höfuðborgarsvæðinu. Í boði er að greiða fyrir kortið á allt að þremur mánuðum, eða kr. 2.400 pr. mánuð í þrjá mánuði. Þannig ættu allir að geta leyft sér að eignast þessa búbót.

Hugmyndin á bakvið kortið er að allir muni njóta góðs af. Þ.e. að Samhjálp fái fé til stuðnings starfi sínu í samfélaginu, að korthafi fá gott verð á vöru og þjónustu og að fyrirtækin sem sem gefa í kortið fái markaðsdreifingu og viðskiptum beint til sín.

Einnig munum við hjá Samhjálp senda korthöfum mánaðarlegan fréttapóst. Þannig geta þau fyrirtæki sem taka þátt sent frá sér tilboð, en þannig fá korthafar ný og fersk tilboð, ásamt lista yfir þau fyrirtæki sem veita afslættina og tilboðin.

Nú þegar höfum við fengið um 45-50 jákvæð svör frá ýmsum mismunandi fyritækjum með vöru og þjónustu og almennt hefur afslátturinn verið á frá 10-30%. Sum þessara fyrirtækja veita afslátt af öllum vöruliðum, meðan önnur veita afslátt af ákveðinni vöru eða þjónustu sem í boði er – allt eftir því hvað hentar hverjum og einum.

Gildistími kortsins er til 1. maí 2015.

Með von um jákvæðar undirtektir

kærar kveðjur

Samhjálp

Fleiri greinar...

Síða 1 af 15

<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Afgreiðslutími

Skrifstofan er opin alla virka daga frá 09:00 til 15:00.

Nytjamarkaður er opin alla virka daga frá 13:00 til 18:00.

Söfnunarsímar

908 5001 til að gefa 1.000 kr.

908 5002 til að gefa 2.000 kr.

908 5003 til að gefa 3.000 kr.

Bankaupplýsingar

Kennitala: 551173-0389
Reikningsnr: 0115-26-2377

Hafi styrkveitandi í huga ákveðna starfsemi Samhjálpar skal það tilgreint í skýringu.

Gefa á nytjamarkað

Viljir þú gefa eitthvað á nytjamarkaðinn getur þú komið með það á afgreiðslutíma eða haft samband í síma 561 1000.

Samhjálp | Stangarhyl 3a | 110 Reykjavík | Sími: 561 1000 | Netfang: samhjalp@samhjalp.is
© Samhjálp - Allur réttur áskilinn