Fréttir af Samhjálp

maraon lenamaraon hvatningarliÞá er Reykjavíkurmaraþonið að bakið. 11 einstaklingar hlupu fyrir Samhjálp og færum við þeim, hvatningarliðinu og öllum sem hétu á þessa flottu hlaupara hjartans þakkir og óskum við þeim öllum Guðs blessunar. Við metum framlag ykkar mikils og hver króna kemur í góðar þarfir. Enn er hægt að heita á hlauparana okkar og hvetjum við alla til þess. Hægt er að fara inn á hlaupastyrkur.is og velja þar undir flipanum ,,félag" þá koma upp allir okkar flottu hlauparar.

Kveðja

Vörður Leví Traustason

framkvæmdastjóri

Laugardaginn 3. október 2015 verður landssöfnun Samhjálpar „Nýtt Hlaðgerðarkot” haldin í samstarfi við 365 miðla ehf. Ýmsir tónlistarmenn og skemmtikraftar verða fengnir til þess að koma fram í söfnunarþættinum og munu þeir gefa vinnu sína til styrktar málefninu. Þá munu ýmsir skjólstæðingar, vinir og velunnarar Samhjálpar verða fengnir til þess að koma í blaða, útvarps og/eða sjónvarpsviðtal vegna landssöfnunarinnar og söfnunarþáttarins. Vikurnar fyrir söfnunarþáttinn verður landssöfnunin kynnt í öllum miðlum 365. Söfnunin mun fara fram í beinni útsendingu og getur fólk hringt inn í uppgefin símanúmer og lagt málefninu lið. Einnig er hægt að leggja inn á söfnunarreikning ,,Nýtt Hlaðgerðarkot" Banki:: 0322-26-58000 kt. 5511730389

Nú er verið að mála og lagfæra í Hlaðgerðarkoti. Það eru skjólstæðingar og velunnarar Hlaðgerðarkots sem sjá um verkið. Múrbúðin gaf málningu og efni til verksins og færum við þeim bestu þakkir fyrir. Það var kominn tími á að taka til hendinni í Hlaðgerðarkoti og mála glugga, hurðir og þakið á húsnæðinu.

Föstudaginn 24. apríl sl. tóku nemendur á fyrsta ári í MBA-námi við Háskóla Íslands þátt í verkefni í námskeiðinu samningafærni og siðfræði. Verkefnið snérist um að allir lögðu 1000 kr. í pott og áttu að semja um uppgjör hans sín á milli. Nemendurnir ákváðu í sameiningu að æfingunni lokinni að styrkja Samhjálp um þá upphæð sem safnaðist, eða 30.000 kr. Var millifærsla á þessari fjárhæð framkvæmd sama dag og upphæðin lögð inn á reikning Samhjálpar, 115-26-2377, samkvæmt upplýsingum á heimasíðunni Samhjálpar. Vonum við að þetta komi að góðum notum. Með kæri kveðju nemendur á 1. ári í MBA námi við HÍ.

Samhjálp þakkar þessum frábæru nemdendum í MBA-námi við HÍ hugulsemina og óskar þeim góðs gengis í áframhaldandi námi.  Styrkurinn kemur sér vel í því mikla starfi sem Samhjálp stendur fyrir.

vatnsendaskoli11vatnsendaskoli2

í dag, þriðjudaginn 7. apríl færðu nemendur í Vatnsendaskóla í Kópavogi Samhjálp söfnunarfé sem þau stóðu fyrir að safna í þemaviku skólans. Nemendurnir tóku ýmis góðgerðarfélög að sér í þessari þemaviku sem haldin var í mars sl. Það var Samhjálp, ABC hjálparstarf, Rauði krosssinn og UNICEF barnahjálp.  Söfnunarféð sem Samhjálp fékk kr. 50.500,- fer til reksturs Matar- og kaffistofu Samhjálpar í Borgartúni.  Þökkum við þessum frábæru nemendum fyrir það sem þau lögðu á sig til að safna fyrir starfinu.

Fleiri greinar...

Síða 1 af 23

<< Fyrsta < Fyrri 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 Næsta > Síðasta >>

Afgreiðslutími

Skrifstofan að Hlíðasmára 14,3h. 201 Kópavogi er opin alla virka daga frá 10:00 til 15:00.

Markaður Samhjálpar í Ármúla 11, 105 Reykjavík er opinn alla virka daga frá 11 til 18. Sími 842 2030

Söfnunarsímar

908 5001 til að gefa 1.000 kr.

908 5002 til að gefa 2.000 kr.

908 5003 til að gefa 3.000 kr.

Bankaupplýsingar

Kennitala: 551173-0389
Reikningsnr: 0115-26-2377

Söfnunarreikningur ,,Enduruppbygging í Hlaðgerðarkoti"

Reikningsnr. 0322-26-58000

Hafi styrkveitandi í huga ákveðna starfsemi Samhjálpar skal það tilgreint í skýringu.

 

 

Samhjálp | Hlíðarsmára 14, 3.h | 201 Kópavogi | Sími: 561 1000 | Netfang: samhjalp@samhjalp.is
© Samhjálp - Allur réttur áskilinn