Öll viljum við tilheyra samfélagi þar sem samkennd ræður för og samhjálp því sjálfsögð. Daglega leitar stór hópur til Kaffistofu Samhjálpar til að þiggja kaffibolla og heita máltíð, skjól, samveru og kærleik. Í tilefni af alþjóðadegi heimilisleysis þann 10. október hvetjum við þig til að láta gott af þér leiða með því að gefa kaffibolla. Þetta fólk býr við mjög erfiðar félagslegar aðstæður, sárafátækt og jafnvel heimilisleysi. Á Kaffistofu Samhjálpar er þeim mætt með hlýju og virðingu.
Með því að gefa kaffibolla gefur þú einnig hlýju, samveru og kærleik. Sendir skilaboð um að þú viljir að allir tilheyri samfélagi þar sem fólk þekkir aðra lætur sér annt um þá. Það gefur lífinu tilgang og er dýrmætt fyrir geðheilsuna. Það er mikilvægt að tilheyra, en alls ekki sjálfsagt. Því miður hafa ekki allir fjölskyldu og vini til að reiða sig á og margt heimilislaust fólk hefur misst allt.
Hér getur þú styrkt átak Samhjálpar og gefið einn kaffibolla eða fleiri: https://sofnun.samhjalp.is/?fbclid=IwY2xjawFp-mtleHRuA2FlbQIxMQABHccCwUtxc7G3S8EyPqI_PlKdEDLQE4CVW-KfEe4hbsHaB9nF2D81lx1ZKA_aem_snG_dke7bJrSl2gBYDCwWQ
Comments