top of page

Frábær bókajól hjá Samhjálp


Bækurnar sem voru í jólapökkunum
Bækurnar sem voru í jólapökkunum

Árlega hefur Samhjálp verið meðal öflugustu gefenda jólagjafa á landinu en allir er sitja í fangelsi um jól fá glaðning frá Samhjálp, vistmenn í Hlaðgerðarkoti, íbúar á áfangaheimilum okkar og allir þeir sem koma við á Kaffistofunni fá eitthvað með sér. Nú þegar allir hafa opnað sína pakka er okkur ánægja að kynna að jólin í ár voru sannkölluð bókajól hér hjá Samhjálp. Tvær bókaútgáfur, Sögur og Benedikt sameinuðust um að gleðja með okkur alla fanga í landinu og gáfu 350 bækur.


Helmingur þeirra var nýútkomnar bækur hjá báðum forlögum, Benedikt lagði til 90 bækur og Sögur 260. Meðal þeirra voru nýútkomin ævisaga Reynis Grétarssonar og skáldsaga hans Líf en hún er tilnefnd til Blóðdropans í ár. Ný hugljúf jólasaga var í sumum pökkunum og nýjasta bók Stefáns Mána sömuleiðis. Við hjá Samhjálp þökkum kærlega fyrir þennan frábæra stuðning og erum þess fullviss að þetta hafi glatt viðtakendur og gefið þeim tækifæri til að njóta góðrar afþreyingar.

.

 

 

Comments


bottom of page