Undanfarin ár hefur Endurvinnslan styrkt Samhjálp af miklum myndarskap. Viðskiptavinir þeirra geta með einföldum hætti kosið að leggja ágóðann af því sem þeir skila í endurvinnslu til Samhjálpar og þannig hjálpað okkur að hjálpa öðrum. Í stað þess að slá inn kennitölu og bankanúmer getur fólk skannað inn QR-kóða við afgreiðslukassanna og þá fer afrakstur flöskusöfnunar þeirra beint til Samhjálpar. Við þökkum Endurvinnslunni kærlega fyrir þetta flotta framtak og því fólki fyrirfram sem kýs að taka þátt og styðja starfsemi Samhjálpar með þessum hætti.
top of page
bottom of page
Comments