ASÍ styrkir Samhjálp
- steingerdur0
- 14 hours ago
- 1 min read

Þær ánægjulegu fréttir bárust nýlega til skrifstofu Samhjálpar að ASÍ hafi ákveðið að styrkja mikilvægt starf Samhjálpar í aðdraganda jólanna um 800.000 kr. Í dag tók svo Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar við styrknum úr hendi Finnbjörns A. Hermannssonar forseta ASÍ. Við hjá Samhjálp þökkum Alþýðusambandinu stuðninginn. Hann mun koma að góðum notum.




Comments