Hæ, hó og jólagjafirnar
- steingerdur0
- 3 days ago
- 1 min read

Á hverju ári gefur Samhjálp um það bil 350 jólagjafir til þeirra er sitja í fangelsum landsins og skjólstæðinga samtakanna. Hér á skrifstofunni er ævinlega líf og fjör þegar sjálfboðaliðar frá fyrirtækjum og stofnunum koma til að hjálpa okkur að pakka. Við gætum hins vegar ekki haldið við þessum dásamlega sið ef ekki væri fyrir styrktaraðila okkar. Nói Síríus er meðal þeirra í ár og svo er í hverjum pakka rausnarleg gjöf sem ekki má segja frá því eitthvað verður að koma þeim sem fá pakkana á óvart. En svona lítur skrifstofan út einmitt núna og óhætt að segja að sannur jólaandi ríki.




Comments