top of page

Lávarðarnir og lafðirnar vinna fyrir Samhjálp


ree

Kokkalandsliðið hefur í mörg ár séð um að elda matinn fyrir Kótilettukvöld Samhjálpar og í ár var það lávarðadeildin sem mætti og sá til þess að kótiletturnar og meðlætið væru óaðfinnanleg. Lávarðarnir og lafðirnar eru þeir kokkar landsliðsins sem eru komnir á virðulegan aldur og sumir hættir að vinna. Þess má einnig geta að kótiletturnar voru foreldaðar á Hrafnistu og yngsti matreiðslumaðurinn í eldhúsinu þar var áttræður. Það er því ekkert undarlegt að margir hafi haft á orði að kótiletturnar hafi verið, bara alveg eins og hjá ömmu.

ree
ree
ree

Comments


bottom of page