Metfjöldi hlaupara og söfnunarmet
- steingerdur0
- 7 days ago
- 1 min read

Á hverju ári ákveður stór hópur fólks að leggja á sig að hlaupa marga kílómetra til að vekja athygli á góðu málefni sem stendur hjarta þeirra nærri. Það er ekki annað hægt en að dást að þessu fólki. Margir eru þaulvanir hlauparar, aðrir byrja nokkrum mánuðum áður en Reykjavíkurmaraþonið fer fram og enn aðrir nokkrum vikum fyrr. Allir eru hins vegar ákveðnir og tilbúnir að gera sitt allra, allra besta.
Í ár valdi stór hópur eða alls tuttugu og átta manneskjur að hlaupa fyrir Samhjálp. Þetta frábæra fólk safnaði tæplega tveimur milljónum og allir komu í mark. Það var gríðarleg stemning í hlaupinu og í hvatningarstöð Samhjálpar. Við urðum vitni að einstakri vináttu sumra hlaupara og vorum snortin af hlýhug þeirra allra til samtakanna. Við þökkum ykkur öllum fyrir dugnað ykkar, ósérhlífni og frábæran árangur. Þið eruð stórkostleg! Vonandi sjáum við ykkur á næsta ári annað hvort á hlaupum eða hvetjandi aðra hlaupara.
Comments