top of page

Samhjálp fagnar auknu fjármagni í meðferðarstarf


ree

Á vef stjórnarráðsins er að finna fréttatilkeynningu þess efnis að Sjúkratryggingar Íslands og Rauði krossinn á Íslandi hafi gert með sér samkomulag um framlengdan og breyttan samning um skaðaminnkandi þjónustu Frú Ragnheiðar fyrir einstaklinga með vímuefnavanda. Fjármagn til starfseminnar hækkar úr tæpum 23 milljónum króna í 50 milljónir króna á ársgrundvelli. Við hjá Samhjálp fögnum því að stóraukið fjármagn rennur nú til starfsemi er snýst um hjálp til þeirra er glíma við vímefnavanda.


„Eins og fram kemur í stjórnarsáttmála leggur ríkisstjórnin sérstaka áherslu á að efla meðferðarúrræði vegna fíknivanda og auka fjármagn til málaflokksins. Skaðaminnkun og lágþröskuldaþjónusta í nærumhverfi þeirra viðkvæmu einstaklinga sem Frú Ragnheiður sinnir er liður í því að bæta þjónustu við fólk sem glímir við fíkn og mikilvægt fyrir samfélagið allt,“ segir Alma D. Möller heilbrigðisráðherra.


Frú Ragnheiður hefur það að markmiði að koma í veg fyrir ótímabær dauðsföll og óafturkræfan skaða sem og að auka lífsgæði og bæta heilsufar einstaklinga sem nota vímuefni með því að veita skaðaminnkandi lágþröskuldaþjónustu í nærumhverfi einstaklinga. Samfélagslegur ávinningur er margvíslegur af verkefnum Frú Ragnheiðar, s.s. lækkun á tíðni sýkinga og útbreiðslu smitsjúkdóma á borð við HIV og lifrarbólgu C, færri dauðsföll af völdum ofskömmtunar, ábyrgari notkun vímuefna og minna af notuðum sprautubúnaði í almenningsrýmum. 


Aukið fjármagn til málaflokksins er um 850 m.kr. árið 2026

Heildarfjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar nemur rúmum 3,2 milljörðum króna á ári. Í sumar var veitt um 350 milljóna króna viðbótarframlagi af fjáraukalögum til að styrkja fyrirliggjandi úrræði, stytta bið eftir þjónustu og koma í veg fyrir sumarlokanir hjá meðferðarstofnunum.

Með nýsamþykktum fjárlögum ríkisstjórnarinnar eru fjárframlög til áfengis- og vímuefnameðferðar aukin um hálfan milljarð króna og er sú fjárveiting varanleg. Auk auki kemur til tímabundið viðbótarframlag samkvæmt ákvörðun fjárlaganefndar sem nemur 345 milljónum króna á næsta ári.

Comments


bottom of page