top of page

Við erum Hjálparhellur


Kaffistofa Samhjálpar hlaut nýverið styrk úr Samfélagssjóðnum Hjálparhellu BM Vallár. Sjóðurinn er starfræktur með það að markmiði að styðja við fjölbreytt samfélagsverkefni sem hafa jákvæð áhrif á samfélagið. Sótt var um styrk til áframhaldandi þróunar á þjónustu Kaffistofu Samhjálpar þannig að við næðum enn betur að sinna því hlutverki sem hafið var árið 1973 þegar Kaffistofan hóf starfssemi.

Frá fyrsta október 2025 varð sú breyting á rekstri Kaffistofu Samhjálpar að eldhús og matreiðsla voru aðskilin þjónustunni sjálfri og faglærður matreiðslumeistari fenginn til að halda utan um rekstur framleiðslueldhússins. Móttaka aðfanga og matreiðsla fer því fram í sérstöku framleiðslueldhúsi og matnum ekið á viðeigandi þónustustað. Með því að reka framleiðslueldhús gefst kostur á því að vera með ríkulegra sjálfboðaliðastarf og vinnuþjálfun í tengslum við eldhúsið fyrir þau sem eru að fikra sig út á vinnumarkaðinn að nýju.


Með því að ráða matreiðslumeistara bættum við móttöku og nýtingu á hráefninu sem við fáum auk þess sem að unnið hefur verið að því að tryggja næringin sem veitt er á Kaffistofunni komi enn betur til móts við þarfir þeirra sem hana sækja. Samhjálp hefur tekið á leigu húsnæði að Grensásvegi 46 og vonast er til að þar verði hægt að hefja þjónustu við skjólstæðinga sem allra fyrst. Á Grensásveginum verður tryggð aðstaða til að taka viðtöl fyrir félagsráðgjafa, Styrkurinn frá Samfélagssjóðnum Hjálparhellu kemur sér ákaflega vel til að hraða áframhaldandi uppbyggingu. Þess má geta að viðskiptavinir BM Vallár leggja sitt af mörkum til þessa samfélagsverkefnis því ákveðið hlutfall af ársveltu fyrirtækisins rennur í sjóðinn.

 

Comments


bottom of page