top of page

Sannir riddarar kærleikans


Fulltrúar Oddfellow-stúkunnar Hallveigar, Gunnlaugur Auðunn Ragnarsson og Baldur Trausti Hreinsson komu færandi hendi á skrifstofu Samhjálpar.
Fulltrúar Oddfellow-stúkunnar Hallveigar, Gunnlaugur Auðunn Ragnarsson og Baldur Trausti Hreinsson komu færandi hendi á skrifstofu Samhjálpar.

Desember er skemmtilegur tími á skrifstofu Samhjálpar. Hingað kemur fjöldinn allur af riddurum kærleikans boðnir og búnir til að hjálpa okkur að hjálpa öðrum. Í þeirra hópi eru meðlimir Oddfellow-stúkunnar Hallveigar en þeir ákváðu að styrkja Samhjálp um 500.000 kr. nú í desember og leggja þannig lið þeim mannúðar- og líknarmálum sem Samhjálp sinnir. Við innilega fyrir veittan stuðning en Samhjálp hefur í gegnum tíðina notið ómetanlegrar aðstoðar á margvíslegan hátt frá meðlimum í Oddfellow-reglunni.

Comments


bottom of page