top of page

Skemmtilegasta partí ársins framundan


ree

Kótilettukvöld Samhjálpar verður haldið 15. október næstkomandi og miðasala er hafin á tix.is. Nú þegar hafa fyrirtæki og einstaklingar tryggt sér borð og við hvetjum alla til að kaupa miða sem fyrst því þeir fara hratt. Margt verður til skemmtunar eins og venjulega á þessu dásamlega kvöldi, tónlistaratriði, happdrætti, sigursögur einstaklinga og umfram allt samvera með skemmtilegu fólki þar sem glaðst er yfir mætti kærleikans, góðum mat og tengslum manna í milli. Sú nýbreytni verður að eftirrétturinn verður sérhannaður af matreiðslumeistara Kaffistofunnar sem er enginn annar en Friðrik V. Hraunfjörð.

Vertu með okkur í ár og upplifðu þann einstaka árangur sem næst í starfi Samhjálpar.

ree
ree

Comments


bottom of page