top of page

Vinningshafi í kaffibollaleiknum


Elín Theodóra tekur við vinningnum úr hendi Guðrúnar Ágústu framkvæmdastjóra Samhjálpar.
Elín Theodóra tekur við vinningnum úr hendi Guðrúnar Ágústu framkvæmdastjóra Samhjálpar.

Í tilefni kaffibollasöfnunar okkar var skellt í laufléttan kaffibollaleik fyrir þá sem vildu styrkja okkur. Fólk tók háþróað persónuleikapróf til að komast að því hvort það væri flippaður karamellufrappó eða áreiðanlegur uppáhelltur. Einn úr hópi þeirra sem kaus að auka sjálfsþekkingu sína með þessu móti var svo dreginn út og fékk að gjöf veglega gjafakörfu frá Kaffitár. Sú heppna í ár var Elín Theódóra Jóhannesdóttir og hún varð ákaflega glöð þegar henni var tilkynnt um vinninginn. Hún kom svo við á skrifstofu Samhjálpar og sótti körfuna. Við óskum Elínu Theodóru til hamingju og þökkum öllum þeim fjölmörgu öðrum sem tóku þátt fyrir stuðninginn.

Comments


bottom of page