top of page

Áframhaldandi starf Kaffistofunnar tryggt


Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir fagnaði undirritun leigusamnings með Guðfinnu Helgadóttur stjórnarformanni Samhjálpar og Friðriki V. Hraunfjörð matreiðslumeistara.
Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir fagnaði undirritun leigusamnings með Guðfinnu Helgadóttur stjórnarformanni Samhjálpar og Friðriki V. Hraunfjörð matreiðslumeistara.

Leigusamningur fyrir þjónustuhluta Kaffistofunnar kominn í höfn. Leigusamningi Samhjálpar og eigenda Borgartúns 1a var sagt upp í vor og síðan hefur staðið yfir leit að hentugu húsnæði. Fljótlega fannst iðnaðareldhús þar sem matreiðsla fyrir Kaffistofuna mun fara fram en áfram vantaði húsnæði fyrir þjónustuhlutann þar sem hægt væri að taka á móti gestum okkar á hlýlegan hátt. Fyrir helgi urðu síðan þau gleðitíðindi að Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri Samhjálpar skrifaði undir leigusamning á húsnæði að Grensásvegi 46. Nú stendur yfir leit að bráðabirgðahúsnæði svo að hægt sé að tryggja að ekki verði rof í þjónustu okkar við skjólstæðinga og áfram verður hægt að leita á Kaffistofu Samhjálpar. Vonandi verður hægt að tryggja það húsnæði líka í þessari viku. Fyrirhugaðar eru breytingar og endurbætur á húsnæðinu er miða að því að veita gestum enn betri þjónustu en áður. Friðrik V. Hraunfjörð matreiðslumeistari hefur verið ráðinn til að sjá um eldhúsið og þann hluta starfseminnar er snýr að rekstri þess. Starfsfólk Samhjálpar fagnar einlæglega þessum áfanga og við hlökkum til að taka á móti öllum er þurfa á neyðaraðstoð að halda á nýjum stað.

Comments


bottom of page