top of page

Þökkum fyrir stórkostlegt kvöld


ree

Troðfullt var út úr dyrum á Kótilettukvöldi Samhjálpar í gær. Stemmningin í salnum var ótrúleg og gleðin skein af hverjum manni. Við, starfsfólk Samhjálpar, erum innilega þakklát öllum þeim sem lögðu hönd á plóg, Kokkalandsliðið okkar stórkostlega, sjálfboðliðarnir sem þjónuðu í salnum af ótrúlegri fimi, frábæra tónlistarfólkið sem steig á svið, allir þeir einstöku einstaklingar sem sögðu sögur sínar frá fíkn til frelsis, forsætisráðherra, ráðherrar, þingmenn, Björn Skúlason eiginmaður forseta, borgstjóri og dýrmætt samstarfsfólk í Kópavogi og Reykjavík, fyrirtækin sem styrktu okkur á margvíslegan máta og síðast en ekki síst þið öll sem lögðuð okkur lið með því að kaupa miða og gleðjast með okkur megið vita að við erum ykkur einlæglega þakklát fyrir allt. Kótilettukvöldið er orðið fastur liður í starfssemi Samhjálpar og er í senn mikilvæg fjáröflun og uppskeruhátíð og það er erfitt að koma orðum að því hve gleðilegt það er þegar svona vel tekst til.

ree
ree
ree
ree
ree

Comments


bottom of page